Teng efni:

Vestfirðir sumar 2001

Þórsmörk

Reykjafjörður

Ferðast á Vestfirði

Seinagengið
Heimildir

 

 

Sumar 2002

Bárðardalur í S-Þingeyjarsýslu hýsti okkur síðari hluta júlímánaðar. Dalurinn er með lengstu byggðadölum landsins. Fremur þröngur en grunnur. Vesturfjöllin blágýtisfjöll hæst 750 m, en austan ávöl heiði, Fljótsheiði, hæst 528 m.
Eftir dalbotninum hefur runnið hraun, kvísl úr Ódáðahrauni og fellur Skjálfandafljót í því. Bárðardalur hefur orðið til við sig, þegar blágrýtishella landsins brast. Tveir glæsilegir fossar eru í dalnum, Aldeyjarfoss er efst en Goðafoss neðst.
Í sveitarstjórnarkosningunum í vor ákváðu þrír hreppar að sameinast í Þingeyjarsveit, Bárðdælahreppur, Ljósavatnshreppur og Reykdælahreppur.

Lundarbrekka I-IV
Séð ofan frá Vallmó. Skjálfandafljót rennur eftir miðjum Bárðardal. Grímsfjall, Litluvallafjall (750 m) og Vallafjall sem er raunar háls, liggja vestan meginn dalsins. Engi og Halldórsstaðir eru bæirnir gengt Lundarbrekku.


Fljótsheiði
Brunnvatn, Sprengisandur og Grímsfjall fyrir ofan Ludarbrekku. Ekki sér til Dyngjufjalla.
Fljótsheiði er víðáttumikið heiðarflæmi, að mestu gróin, skiptast þar á ásar vaxnir víði og lyngi og mýraflár vaxnir ljósastör eða broki.
Framdalir og Sprengisandur í fjarska.


Brunnvatn
Brunnvatn er í Bárðardalshreppi, austan Bárðardals. Það er 0,6 km², fremur grunnt og í 369 m hæð yfir sjó. Lækur rennur frá því til Skjálfandafljóts. Sæmileg jeppaslóð liggur til vatnsins. Í því er bleikja, fremur smá. Kálfborgarárfell (528 m), syðri hluti er í bakgrunni.

Kálfborgarárfell
Hér sér í fallegan regnboga sem ber í Kálfborgarárfell og Brunnvatn. Ekki sér í Grástein en hann er norðar og ákveðið viðmið. Sítarbakki er ausan meginn vatns en Fagribakki nær.


Kálfborgarárvatn
Á heiðinni austan Bárðardals, Fljótsheiði, er Kálfborgarárvatn. Stærð þess er 3.5 km². Alldjúpt á köflum. Dýptarmælingar eru eigi til. Hæð þess yfir sjó er 359 m. Aðrennsli fær það úr lækjum sem til þess falla. Útrennsli er úr norðurenda þess, um Kálfborgará til Skjálfandafljóts. Fært er jeppum að vatninu, bæði að vestan og austan. Umhverfi þess er hlýlegt. Mest lynggrónir ásar. Í Kálfborgarárvatni er allmikið af fiski. Urriði ½ - 5 pund. Veiðitími er ekki fast mótaður. Hann fer oft nokkuð eftir árferði í vötnum sem eru hátt yfir sjávarmál. Stangafjöldi á dag er án takmarkana. Enda þarflaust, því vatnið er stórt og nóg til að veiða. Agn fer eftir landslögum. Mest mun veitt á maðk og spón.
Móbergsstaparnir Bláfjall (1222 m) og Sellandafjall (988 m) sem kom undir á seint á síðustu ísöld eru í bakgrunni.

Bakkar Kálfborgarárvatns
Umhverfi þess er hlýlegt. Mest lynggrónir ásar. Kálfborgarárfell er í baksýn.


Lambatangi
Tanginn stendur langt inn í vatnið og þarna voru lömbin rekin þegar þau voru skilin frá ánum áður fyrr. Sellandafjall fjær.

Smalaskálinn
Þessi veiðikofi var reistur árið 1990 og geta 6 menn gist þar. Fyrir framan skálann er tóft, leyfar af gömlum smalakofa.

Á bökkum Kálfborgarávatns
Gamli rauður, báturinn hans Geira, Smalaskálinn, Sellandafjall og syðri endi Bláfjalls.



Gamli rauður
Land Rover er öflugur bíll. Þessi fertugi jeppi lítur vel út. Hann er búinn að vera 33 ár í Bárðardal og vélin búin að tifa síðustu 31 ár.

Keyrt á Gamla rauð
Daði við stýrið, Særún farastjóri og Freyr farþegi.

Ferðafélagarnir
Baldur Sigurðsson, Særún Sigurpálsdóttir, Birta Sól og Daði Jónsson. Hægra meginn við þau er vatnsuppspretta sem kemur úr hrauninu, mjög gott vatn sem rennur í Kálfborgarárvatn.


Kálfborg og Skammbeinsdalur
Fyrir miðri mynd sést Kálfborg og Skammbeinsdalur liggur eftir miðri mynd.
Þjóðsagan segir að þrælar tveir, Kálfur og Skammbeinn hafi strokið frá Lundarbrekku og þegar hvarf þeirra uppgötvaðist þá hófst eftirför. Skammbeinn fannst á Fljótsheiði í dal norðan Brunnvatns og var veginn þar, hlaut dalurinn því nafnið Skammbeinsdalur. Kálfur komst lengra og fannst nálægt klettaborg nokkurri á Fljótsheiði. Sóttu leitarmenn að honum og varðst hann vel á steinborginni en að lokum varð hann að lúta í gras og fékk staðurinn nafnið Kálfborg. Kálfborgarárvatn og Kálfborgarárfell draga nöfn sín af stokuþræl þessum. Kannski voru þetta þrælar Bárðar Heyangur-Bjarnasonar eða Gnúpa-Bárði.
Vatnið sem sér í þarna heitir Brennitjörn og Brenniás er handan.


Kindur á Fljótsheiði
Skúr í Dyngjufjöllum, skömmu síðar gekk hún yfir Bárðardal. Eigandi lambanna er Sigurgeir Sigurðsson, Lundarbrekku I. Stutt þarna frá eru örnefni Agnholt og Gildrumelur og bendir til að átt hafi verið við ref á þessum stöðum.


Fagrahlíð
Fyrr á öldum var sláttur Lundarbrekkumanna áður en tún voru ræst fram við bakka Skjálfandafljóts. Á sumrin var hlíðin slegin og heyið geymt á heiðinni, tyrft yfir og sótt þegar skortur var á bæ.


Brunnfell
Þessi steinn er á Brunnfelli (517 m). Ísaldarjökullinn hefur skilið hann eftir. Fellið er hrjóstugt og stamt undir fót.


Særún og Fordson
Alltaf gaman að keyra.


Skipt um gír
Særún einbeitt.


Daði Jónsson bóndi
Daði ætlar að verða bóndi þegar hann verður stór og vera mikið á dráttarvélum.


Daði að keyra
Strákurinn lifir sig vel inn í þetta.


Vallmó
Daði og Særún áVallmó.


Lundarbrekka 1923
Lundarbrekka III og IV og Lundarbrekkukirkja á bakvið.


Málningarvinna
Baldur að mála norðurhluta þaksins á Lundarbrekku III.



Særún og Sigurgeir á fjórhjóli
Særún í sinni fyrstu fjórhjólaferð með Sigurgeir Sigurðssyni.


Daði og Sigurgeir á fjórhjóli
Daði að fara í annað skipti með Geira.


Heimildir:

Landið þitt Ísland, Örn og Örlygur1980-1984
Vegahandbókin, Örn og Örlygur 1996
agn.is