Teng efni:

Reykjafjörður

Ferðast á Vestfirði

Seinagengið
Heimildir

 

 

Laugardagur - ferð á Drangajökul

"Allt sem getur bilað, mun bila" er lögmál sem kennt er við Murphy nokkurn. Lögmálið rættist í þessari Drangajökulsferð. Það kemur manni ekki á óvart því átökin eru gríðarleg á jeppann, drif, öxla, vél og kælikerfi. Þegar dísel-knúni Rocy-jeppin var að feta sig upp jökulinn kom upp vandamál í olíusíu, óhreinindi og vatn orsökuðu olíustíflu og fraus það saman í síunni. Því varð að draga bílinn af jöklinum til byggða. Þetta var skemmtilegt verkefni. Göslarinn fór á undan og lét einsog indíáni, merkti för í snjóinn og kannaði hagstæðustu leiðir. Gunni Stimpill og Dóri Meik skiptust á um að draga en Gunni dró þó meira því ekki treystu menn hosunni á GMC nógu vel.
Hjörtur var á leið í bæinn, hann átti að mæta í fermingarveislu kl. 18 og ætlaði að renna suður eftir kjálkanum. Þegar hann var rétt búinn að skilja við okkur fóru að heyrast drunur úr vélinni, vélstjórinn var ekki í góðu skapi. Hann sneri því við og dólaði niður í Veiðileysu en hávaðinn jókst sífellt. Trúlega sló einn stimpill úr sér.

Ferðin af jökli gekk vel enda Göslarinn seigur að merkja heiðina og ef einhver mishæð var á vegi okkar var Einbjörn, Tvíbjörn, Þríbjörn-aðferðin notuð. Veðrið var mjög fallegt síðdegis, mikil sól og gott skyggni. Mikið var ég svekktur yfir að vera filmulaus því fjöllin voru glæsileg, sérstaklega Glissa, Búrfellið, Reykjafjarðarfjall, Sætrafjall og Kamburinn. Eins fjallgarðurinn austan Trékyllisheiði með Háfell, Pottfjall, Bygisvíkurfjall, Kaldbak og Lambatind (854 m) hæstan. Þessi fjöll eru mjög sérstök í laginu, næstum ókleif, og sérstaklega gaman að sjá þau á Íslanskortinu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Nafnamiðlurum hefur tekist vel til með að velja nöfn á fjöllin þarna. Mikið af skemmtilegum og sérkennilegum nöfnum. Já, landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt.
Komið var um náttmál í Veiðileysu og á páskadag héldu tveir bílar af stað til Babýlon. Gemsinn hjá Dóra dróg hinn Gemsann og tók ferðalagið átta tíma og bensíneyðsla um 30 lítrar á hundraðið enda var ekki verið að keppa í sparakstri. Hosan stóð fyrir sínu en vélin hitnaði í vel í nokkrum brekkum.
Bilunin í Rocky var ekki alvarleg, þegar hitinn fór yfir núllið leystust öll vandamál og hann hrökk í gang.

Bilun á Drangajökli
Rockyinn hjá Sigþóri lenti í vandræðum á Drangajökli. Vatn fraus í olíusíunni.
Dieslebílar eru viðkvæmir fyrir svona áreiti. Hinir jepparnir voru með bensínvélar
og sluppu betur. Þessi mynd er kannski tímanna tákn fyrir öld drógu Strandamenn
við á hestum á þessum slóðum en nú eru jeppar í togi. Þá var áð við Kringluvatn
og síðan stefnan sett á suðursporð Dranajökuls að Jökulvörðu og komið niður
í Skjaldafannardal í Ísafjarðardjúpi.
.

Göslarinn
Gísli Göslari með bílinn fullan af krökkum fór á undan einsog indiáni og merkti
leiðina. Það var miklu léttara að fylgja í spor hans og eins fann hann út bestu
leið yfir Ófeigsfjarðarheiði.
Til vinstri er Glissa (673 m), hátt fjall með hamrabeltum efst en flatt að ofan.
Neðan og austanundir Glissu er dalverpi, Heydalur, og þar er sagt að hafi verið
heyjað þótt ótrúlegt sé. Búrfell 1/18 af Búrfellum Íslands sést til hægri en
frá sjá var það matarleg að sjá.

Olíudælan
Þarna er olíudælan og búið að blása úr henni en olíusían var í afþýðingu inni í bíl.

Kíkt á olíusíuna.
Þetta eru ekki bestu aðstæður til viðgerða á Drangajökli í 900 metra hæð, í skaf-
renningi og kulda en þetta er partur af prógramminu....

Einbjörn og Tvíbjörn og ......
Dóri Meik og Gunni Stimpill að æfa fyrir næstu hindrun á Ófeigsfjarðarheið.
Þetta er kannski ekki svo galið en þjóðhagslega hagkvæmt og stuðlar að aukum
hagvexti.


Fundur
Hér er verið að undirbúa Einbjörns, Tvíbjörnsævintýrið. Ég var mjög hrifinnaf
hyrnunni, Hádegisfjalli sem sást alla leiðina á Ófeigsfjarðarheiði og setti hana ávallt
í miðpunkt..


Einn fyrir alla, allir fyrir einn
Einn fyrir alla, allir fyrir einn er boðorð jeppamanna. Ótrúlega gaman að sjá
hversu vel menn unnu saman og leystu vandamál sem upp komu. Samheldni
Seinagengisfélag var aðdáunarverð og minnti mann á Biblíuna og boðorðin ,
"Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri, það skuluð þér þeim gjöra..."

Einbjörn, tvíbjörn og þríbjönrn
Þegar draga þarf jeppa upp hæð þarf dráttarbíll hjálp. Skv. þyngdarlögmáli Newtons
er þetta besta aðfeðin, Einbjörn, Tvíbjörn og Þríbjörn.

Hosuvandamál.
Dóri Meik var ekki lengi að meika "nýja" hosu, hann fékk afganga úr pústuröri á
Broddastðum í sárið og viðgerðin stóð fyrir sínu.