SPOTLIGHT:

Reykjafjörður

Ferðast á Vestfirði

Seinagengið
Heimildir

 

 

Beðið færis

Veður var ekki hagstætt á föstudaginn langa. Jeppafólk tók því daginn rólega og undirbjó sig undir stóra daginn, D-dag. Tveir jeppar fóru þó í skoðunarferð á Norðurfjörð en þar er jarðhiti og hægt að komast í sund. Laugin var óhrein svo ekki varð úr sundferð. Kíkt var við á fyrrum hákarla-slóðum, Gjögri. Eins var kíkt í Trékyllisvík og galdraslóðir heimsóttar.
Það er mögnuð saga á þessum spotta frá Veiðileysu til Norðurfjarðar, sagan úti um allt; sjóorusta, galdrabrennur, landnámsmenn og síldarævintýri. Hér eiga Strandamenn mikil sóknartækifæri í menningar-tengdri ferðaþjónustu en sú tegund ferðaþjónustu er í mikilli sókn.

Dóri Meik var tarnaður eftir viðgerð næturinnar og slappaði af í koti. Síðar um daginn var samt tekin æfing á Veiðileysusvæðinu til að athuga hvort hosan þyldi álagið. Jeppinn komst vel áfram en að lokum náði snjórinn að festa hann og við það sauð á honum. Jeppin var samt útskrifaður.

Gunni Stimpill
Þessi Toyota HiLux er með fleiri stimpla en aðrir. Gunni Stimpill gerir gæfumuninn.
Nafnið er tilkomið af því að hann á og rekur Stimplagerðina Boðann.


Soðið á vélinni
Það gengur mikið á og stundum lætur eitthvað undan. Dóri var að prófa "nýju" hosuna
og lét vélina finna fyrir því. Gríðarleg átök eiga sér stað undir vélarhlífinni og í þetta skiptið sauð á henni, hiti fer í 230 gráður. Það tekur samt stuttan tíma að ná hitanum í rétt horf.

Festa
Gemsinn fastur og Kambur í baksýn. Við mokuðum og
þegar farið var niður í 4 pund í loftþrýsing gekk að losa ofurjeppann.


Mokið, mokið, mokið meir snjó...
Dóri að moka snjó undan hásingunni með nýju skóflunni sem keypt var á Brú.
Hún bognaði við átökin.


Sigþór á Daihatsu Rocky
Léttur dieseljeppi. Hér er hann að hringa Dóra í festunni, hann náði fjórum hringjum.
Með honum á myndinni er efniegur jeppadrengur, Ásþór Göslarason.

GMC x 2
Hér sést aftan á tvo Gemsa. Að vísu er búið að mixa þá mikið og setja aðrar vélar.
Rauð jeppin er með fjórar dyr. Hann lenti í vélarbilun í Drangajökulsleiðangri og
sá svarti dróg hann til Reykjavíkur á páskadag. Ferðalagið tók 8 tíma og eyðslan
var um 30 lítrar á hundraðið...

Jeppafloti Seinagengisins
Tveir Toyota HiLux, tveir Gemsar og Daihatsu Rocy. Göslarinn, Gunni Stimpill,
Dóri Meik, Hjörtur og Sigþór.

Ferð undirbúin
Gunni Stimpill að undirbúa ferð á Norðurfjörð á föstudaginn langa. Þar er sundlaug,
Krossaneslaug sem nýtir jarðhita.