Teng efni:

Vestfirðir sumar 2001

Reykjafjörður

Ferðast á Vestfirði

Seinagengið
Heimildir

 

 

Þórsmörk

Um Hvítasunnuna 2001 fór Seinagengið Léttir í Þórsmörk eða réttara sagt í Goðaland því gist var í skálum Útivistar í Básum. Það var pantað fyrir 18 en um 40 mættu! Menn eru stundurm seinir að taka ákvarðanir í Genginu. Goðaland er afréttur gengt Þórmörk, sunnan Krossár og austan Hvannár.
Lagt var af stað á laugardagsmorgun, 2. júní en leiðangurinn var kvikmyndaður af Braga Reynissyni. Hópmynd var tekin á Hvolsvelli og þegar farið var yfir góð vöð. Það voru nokkrar smáar sprænur á leiðinni en þrjár stórar hindranir eru fyrir fólksbíla í Bása, Steinholtsá, Hvanná og Jökullónið. Leiðin inn í Þórsmörk er aðeins fær stórum, traustum og aflmiklum bílum en Krossá er helzta vandmálið. Árið 1986 var byggð göngubrú yfir ánna.
Þegar við komum í Bása byrjaði að rigna og því var skyggni ekki nógu gott til ljósmyndatöku.

Falljökull
Falljökull - Sést vel úr Fljótshlíð, hefur minnkað.
"Fyrir þrem árum var skriðjökullinn upp fyrir kambinn alla leið niður, nú er þarna svæði sem hann hefur skroppið saman og nær hann ekki lengur yfir malarkambinn að neðanverðu héðan frá séð. Það er eins efst. Þegar ég kom hingað var smáslakki milli hnjúkanna fyrir ofan Falljökulinn. Nú er orðið þarna gjögur niður, jökullaust".
Fljótsdalur er innsti dalur í Fljótshlíð.
Runólfur Runólfsson, Morgunblaðið 3. júní 2001, bls. 10.

Vaðið úr Jökullóninu
Þetta er fyrsta hindrunin fyrir fólksbíla en lítið var í ánni sem rennur úr Jökullóni fyrir framan Falljökul. Aðstæður geta fljótt breyst.

Stimpillinn við vatnamælingar
Gunni Stimpill er að kanna dýpt Jókullónsins við Falljökul (Gígjökul).


Seinagengið Léttir
Hluti af Seinagenginu. Göslarinn, Jón Óskar, Valdi, Ragga, Stimpillinn og fremst eru Dóri meik og Tengdó.

Fundur
Valdi, Dóri, Göslarinn, Ragga, Jón Óskar og Tengdó.

Í Steinsholti er Innstihaus við Steinsholtsjökul, annar tveggja skriðjökla, sem falla alveg niður á jafnsléttu í norðanverðum Fjöllunum. Hinn skriðjökullinn er Gígjökull, stundum kallaður Falljökull. Hluti af Innstahaus austanverðum sprakk fram í janúar 1967 og u.þ.b. 15 milljónir rúmmetra af grjóti féllu allt að 270 m niður á jökulinn og ollu gífurlegri flóðbylgju úr Steinsholtslóni. Hún bar með sér staksteinana, björg og hnullunga, niður að Markarfljótinu og rennsli þess mældist 21.000 m³/sek niðri við brú, þegar það stóð sem hæst.

Stuð
Allt rafmagn fór skyndilega af bíl Dóra Meik, Jón gaf straum.

Á leiðinni var stoppað við Seljalandsfoss en hægt er að ganga bak við hann og fellur hann af fornu brimklifi þar sem sjór lá að við lok ísaldar. Einnig var keyrt fram hjá Nauthúsagili en það er djúpt og þröngt gljúfragil skammt fyrir innan Stóru-Mörk, kennt við hjáleiguna Nauthús er stóð uppi við gilið. Fremst í gilinu stóð reynitré mikið sem hlaut frægð fyrir að vera eitt mesta tré á Íslandi. Helgi var á trénu og stýrði óhöpppum að skerða það.
Eins sáum við Stóra-Dímon (178 m) grasi gróið fell úr móbergi og Litla-Dímon sem er við eystri brúarsporð eldri Markarfljótsbrúar. Koma þeir við í Njálssögu.
Fell, hæðir eða háar eyjar, er nefnast Díma eða Dímon, eru á nokkrum stöðum á landinu. Eru þær venjulega tvær saman. Nafnið er talið merkja tvífjall og komið úr latínu "di mondes".

Athyglisverður bjór
Göslarinn kom með alveg nýja línu í bjórdósum og Bragi varð að ná því á filmu en til stendur að sýna þátt um jeppaferðir á Íslandi á erlendri sjónvarpsstöð. Pólarfilm stendur á bak við verkefnið.

Ragga og Dóri Meik
Hér sér í Bása, gróskumiklar dældir og kinnar inn á milli fellana. Ekki sér í Útigönguhöfða (805 m) vegna þoku.

Valahnúkur
Skýjað var og toppur Valahnúks (458 m) sést ekki en gott útsýni er ofan af hnúknum. Langidalur er við enda hnúksins og þar er sæluhús Ferðafélags Íslands.
Krossá er jökulá sem kemur úr Krossárjökli í Mýrdalsjökli og fellur í Markarfljót. Krossá er oft vatnsmikil og þá mikill farartálmi á leiðinni inn í Þórsmörk. Hafa nokkur banaslys orðið í henni síðari ár. FÍ byggði göngubrú yfir Krossá undan Valahnjúk sumarið 1986. Er hún 41 m að lengd.


Særún og Básar
Litli fjallgöngumaðurinn að kanna Goðaland. Húsið næst okkur er snyrtingin, svo kemur skálinn þar sem skálarvörður hefur m.a. aðstöðu og efst er svefnskálinn sem við gistum í. Á fimmta tug manna gisti á efri hæðinni.
Goðaland er afréttur gengt Þórmörk, sunnan Krossár og austan Hvannár. Landslag er stórbrotið í Goðalandi og rísa þar mörg fell en hæst ber Útigönguhöfða og Morinsheiði. Básar eru við Krossáraura gróskumiklar dældir og kinnar inn á milli fellana. Þar er birkiskógur eins og sést vel á þessari mynd.

Særún í Goðalandi
Stórbrotið landslag, kynjamyndir.
Þórsmörk er hálendistunga úr móbergi vestur frá Mýrdalsjökli sundurskorin af smádölum, giljum og hvömmum. Krossá markar Þórsmörk bás að sunnan en Þröngá og Markarfljót að norðan. Birkiskógur er mikill í dölunum og breiðist ört út. Uppblástur hefur verið allmikill, einkum að vestanverðu.
Nafnið Þórsmöri er komið til af því að Ásbjörn Reyrketilsson nam land á Þórsmörk og helgaði landið Þór.
Árið 1919 rituðu 40 bændur í Fljótshlíð skógræktarstjóra bréf þar sem farið var fram á að Skógrækt ríkisins tæki að sér vörslu Þórsmerkur og girti landið af því að það væri í stórhættu vegna uppblásturs. Var landið afhent Skógræktinni og Mörkin ásamt nálægum afréttum 1924. Við friðun tók landið miklum stakkaskiptum, uppblástur hefur verið haminn að mestu og gróðri hefur fleygt fram.
Ferðafélag Íslands á sæluhús í Langadal, Skagfjörðsskála, Austurleið annað vestan við Húsadal en þar var síðast búið 1802-1803 og Útivist í Básum.

Göngukort af Þórsmörk

Heimildir:

Íslands handbókin, Örn og Örlygur 1989
Runólfur Runólfsson, Morgunblaðið 3. júní 2001, bls. 10