Vatnajokull.com
Álfaheiði 1E
200 Kópavogur, Iceland
Tel: +(354) 564-6452

e-mail tindfjallajokull@vatnajokull.com


Tindfjallajökull

Hægara er að tala tólf jökla en ganga einn.

Tindfjallajökull (19 km2) liggur innan í mið- og norðurhluta öskjunnar sem myndast hefur í Tindfjallamegineldstöðinni. Hann nær einnig yfir norður- og austurhluta fjallaklasans og er flokkaður sem skjaldjökull. Bröttustu skriðjöklarnir falla af miðju hálendis þar sem eru tveir megintindarnri, íslausir að hluta. Þeir heita Ýmir (1.462 m) og Ýma. Ummerki um eldvirkni í Tindfjöllum á nútíma (sl. 10.000 ár) eru rýr.

Heimild: Jökulheimar

Lítill jökull, 26,8 km2, upp af innanverðri Fljótshlíð. Víða standa tindar og hnjúkar upp úr hjarnbreiðunni og er Ýmir hæstur (1,426 m). Margir tindanna eru torkleifir en taldir ákjósanlegt viðfangsefni fyrir fjallgöngumenn. Er þar einkum tilnefndur Tindur (1.251 m). Líparít er undir jöklinum austanverðum. Norðan og austan á jökulsvæðinu er eldgígur, Sindri.
Frá Tindfjallajökli falla eftirtaldar ár: Valá um Asuturdal í Eystri-Rangá, Blesá allmiklu norðar í sömu á; í henni er hár og fagur foss, Hvítmaga á upptök sín norðaustan í jöklinum og skilur afrétti Rangárvalla og Fljótshlíðar, hún fellur í Markarfljót. Til suðurs falla innri- og fremri Botná. Þær sameinast svo í eitt vatnsfall sem kallast Gilsá. Hún rennur í mjög hrikalegu gljúfri og í Markarfljót. Undirhlíðar Tindfjallajökuls milli Botnánna kallast Botn, þar hefur verð mikill jarðhiti en ernú að mestu kulnaður, þó er volgra þar enn í svokölluðu Hitagili. Þórólfsá á upptök sín suðvestan í jöklinum og rennur um Jökuldal milli Bláfells og Tindfjalla, svo milli Þórólfsfells og heimalands í Fljótsdal og síðan í Markarfljót.
Þrír fjallaskálar eru suðvestan undir jöklinum. Landið þitt Ísland


Saxi - ©Pétur Ásbjörnsson 2005


Hornklofi - glæsilegir tindar í Tindfjöllum - ©Pétur Ásbjörnsson 2005


Hjálparsveit skáta Garðabæ við Tindfjallaskála. ©Pétur Ásbjörnsson 2005


Miðdalur - ©Pétur Ásbjörnsson 2005